þriðjudagur, 16. september 2008

Heimsókn og Nekt

Sæl og blessuð. Þetta er löng færsla um heimsókn, en í lokin er smá nekt. Þannig að veriði þolinmóð.

Ef þið hafið lesið bloggið hans Helga þá vitiði að strákurinn kíkti í heimsókn hér um helgina. Það var afar góð og skemmtileg helgi, þar sem farið var á hina ýmsu bari og jafnvel kíkt í mat í gamla skólanum mínum (nýja skólanum hennar Olgu.) Skemmtilegast var kannski hversu ofurölvi Olga varð á föstudagskvöldinu þar sem hún, á stað sem heitir Hvíta Lambið, ákvað að hella úr blómavasa og byrja að skvetta á alla skólavini sína. Sú hugmynd var ekki vinsæl. Kannski skrifar Olga svo á blogginu sínu um heimferðina það kvöld. Hún var víst mjög skrautleg sú ferð.

Með Helga kom vinkona hans frá skólanum, Hilda frá Hollandi. Áður en við hittum hana tókst mér að ljúga að Olgu að ég hefði séð hana áður og að hún væri í rauninni hestur. Olga komst síðar að því að hún var ekki hestur, heldur ein afar hress stelpa og einnig mjög góð í borðfótbolta. Ég og hún áttum sigur yfir Helga og Daða tvisvar sinnum. Þeim var ekki skemmt.

En nú er Helgi farinn aftur til Svíþjóðar og á meðan hann er að afla sér frægða í því útlenska ríki og Olga er upptekinn við að afla sér vinsælda í sínu margslungna danska skólakerfi verð ég að finna mér eitthvað til að takast á við. Síðastliðna fimm mánuði hefur það verið afar krefjandi verkefni í teiknimyndagerð. Því lauk fyrir tveimur vikum síðan og er það mér mikill léttir. Myndin verður vonandi frumsýnd í nóvember, en hún er blanda af heimildarmynd og teiknimyndum sem sýna ákveðna fortíðarviðburði í lífi manneskjunnar sem myndin fjallar um. Spennandi!

En þá er komið að nekt. Sumir muna eftir ákveðinni myndatöku sem ég tók þátt í. Þar voru menn í kuflum, ásamt konum í frekar lítið af kuflum. Hérna eru svo myndirnar úr því, sem ég var fyrst að taka eftir núna. Nú getum við öll farið í skemmtilegan leik. Hvar er Jón á öllum myndunum? Vísbending: Ég gleymdi að fara í skó á einni myndinni.

Og ef þið getið það, þá getiði líka prófað að leita að Gökhan, Jakob, Steffen og Krøll.

Gefisti upp? Jæja, þá getiði fengið svörin ykkar hér.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÓGEDSLEGA HEITT. vid verdum ad halda svona grímupartý einhvern tímann. ég elska ad lesa færslur thar sem nafnid mitt kemur fyrir. OG ég hló upphátt thegar ég las thetta um hestinn. jón, thú ert fyndinn. og thad var ekkert skrautlegt vid heimferd mín, hún var bara ógedsleg.

Helgi sagði...

ég náði að giska nánast alltaf rétt... ég þekki líkamsbygginguna þína eins og lófan á mér...

Jón Kristján sagði...

Vel gert. Sástu þá líka sokkana mína á einni myndinni?

Nafnlaus sagði...

nei reyndar ekki :) ... en ég segi bara vel gert... mjög fyndið...

-HR-

Nafnlaus sagði...

Það var auðvelt að finna þig á fyrstu myndinni út af skegginu!! En hinar nei.

En fyrir hvað var þetta eiginlega?? Auglýsingu eða hvað?

Fríða systir