Um daginn sagði Steffen við okkur strákana (á dönsku, eða eiginlega norsku) "Hey, viljiði vera statistar í ljósmyndatöku kærasta systur minnar?" Við sögðum allir "Já, það væri nú örugglega bara gaman." En þá sagði Steffen "Þemað er Eyes Wide Shut og það verða naktar dömur með."
Þá sögðum við "Nei, takk."
En við létum samt sannfærast og fyrsta myndatakan fór fram í Frímúrarabyggingunni. Sem var í sjálfu sér nógu galið, með risastórri kapellu með hásæti fyrir kónginn, eða guð veit hvað. Engar naktar dömur, en mórallinn var góður og við vorum spurðir hvort við nenntum ekki að mæta eldsnemma næsta morgun. Svo á Laugardaginn, kl. 8 um morguninn mættum við svo á Plaza Hotel allsvakalega þunnir eftir útiferð til kl. 5 nóttina áður.
Ég get samt ekki ímyndað mér betri þynnkudag. Þarna vorum við, strákagengið, klæddir í stóra sloppa og teatergrímur, settir niður í stóla þegar alltíeinu fleygja stelpurnar allar fötunum sínum. Það myndaðist þvílík grafarþögn. Við, klæddir í eins mikið og mögulegt er. Þær, klæddar engu nema háhælum og grímu.
Frekar vandræðalegt þegar þær, af og til, gripu okkur í að stara óviðeigandi á ákveðna líkamshluta þeirra. En þetta var samt frekar afslappað, enda þær líka sóðalega þunnar.
Þetta var, án efa, minnisverður dagur.
Ég skal nokk reyna að finna myndirnar þegar þær koma út.
En nú að einhverju öðru:
föstudagur, 15. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú ert algjör rugludallur drengur.
Skrifa ummæli