Enda er fáranlegt að halda að uppátæki vísindamanna í göngunum milli Sviss og Frakklands muni nokkurntíman skapa svarthol, hvað þá eitt sem er nógu sterkt eða stöðugt til að slúga upp jörðina. Ég vildi óska þess að fólk væri í jafnmiklu paník yfir gróðurhúsaáhrifum.. það stafar í það minnsta alvöru hætta af þeim.
Ég er kominn heim. Heim til Danmerkur, sumsé. Allt er eins og það á að vera. Bjórsmökkun á mánudögum, ruslfæði á miðvikudögum yfir Lost-glápi. Þessa helgi verður væntanlega farið í Borups kvöldmat með Olgu og Helga.
Apple hefur tilkynnt, fremur fljótlega, glænýjan iPod nano. Hann sparar pláss með því að snúa 2" skjánum frá þeim gamla lóðrétt. Í staðinn hefur nano'inn fengið lánað snúningsmælinn úr iPod Touch, og þannig getur maður snúið honum á hlið og horft á kvikmynd í víð-formati. Jón langar í.
miðvikudagur, 10. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ég skil ekki þetta með skjáinn
aaaah, ok ég skil núna. þegar ég las fréttina um þetta apprar þarna bjóst ég við að heyra sprenginu og svo bara ekkert.
ég var að kaupa mér nýja Ipod 80gb ... ekki það að ég þurfi á 80 gb að halda, næsti fyrir neðan er bara of lítill. Hefði kaupt mér 20-40 gb hefði hann verið til.
Hvernig væri svo að uppfæra tengilinn á bloggið mitt hérna til hægri? :)
Skrifa ummæli