föstudagur, 13. júní 2008

Heimilisfræði

Ef þið voruð ekki búin að taka eftir því, þá er ég búinn að laga aðeins til í Heimilisfræði heimasíðunni. Fleiri fítúsar, þar á meðal RSS feed (ef þið vitið eitthvað um það) og kómhendingar á hverri myndasögu. Ekki alveg eins einfalt lúkk og var áður fyrr (en það gæti breyst næstu dagana, að einhverju leiti) en mjög fínt, að mínu mati.

Þar að auki eru komnar tvær nýjar myndasögur í dag og í síðustu viku. Kíkið á þetta, og endilega hripið niður kómhendingar á sjálfri síðunni.

1 ummæli:

Freyja sagði...

Flott nýja síðan. Myndi samt breyta í "about" þar sem þú skrifar dr.dk's.... í "Denmark Radio" eða eitthvað svoleiðis. Hljómar betur, meira kúl.
hlakka til að skoða home economics myndasögur á hverjum sunnudegi héðan í frá!!!