mánudagur, 16. júní 2008

Den Gamle

Gökhan, góður vinur minn í Kaupmannahöfn, vaknaði í dag við afar skrítin skilaboð.

Ég gat ekki sofnað í nótt, þannig að ég spilaði tónlist í tölvunni minni til að yfirgnæfa dósahláturinn í sitcom þættinum sem leigjandinn minn var að horfa á. Eftir smá stund virtist ég vera að fara að sofna. En þá hringir síminn. "Þú verður að koma út!" Ég hleyp út á eftir, augljóslega góðkunnum, manninum í símanum. Hann tilkynnir mér að til að bjarga mér, öllum vinum mínum og minni heittelskuðu, þyrfti ég að mynda tengsl við erkióvin hans. Til að gera það þyrfti ég að sannfæra hann í gegnum símann minn að ég væri að vinna undir sama gengi og hann. Þar sem hann var danskur, og ég þyrfti að virka sannfærandi, ákvað ég að sjálfsögðu bara að senda SMS skilaboð. "Hver er þetta?" spyr hann. "Fyrir hvern vinnurðu?"

Ég skrifa, "Sjovt nok, så arbejder jeg for den gamle." og sendi honum skilaboðin. Síðan keyrir bíll yfir mig og ég vakna á spítala, þar sem ást lífs míns stendur yfir mér og tilkynnir mér hversu miklar áhyggjur hún hafði af mér. Við kyssumst, og Steffen og Tara, sem fylgjast með þessu fyrir utan herbergið segja við hvort annað "Þetta er alvöru ást."

Síðan vakna ég, í dag, í rúminu mínu, óbrotinn. Og fæ SMS skilaboð frá Gökhan:

"Den gamle?"

Engin ummæli: