þriðjudagur, 17. júní 2008

Fullorðinn

Hvernig skilgreinir maður að vera fullorðinn?

Einu sinni voru það foreldrar mínir. Einu sinni voru það systkini mín. Núna? Ég hef ekki hugmynd.

Er einhver fullorðinn? Er maður fullorðinn þegar maður á efni á bíl, mat fyrir börnin og internetreikningnum? Er maður fullorðinn ef maður hættir að fara á "djammið" Er maður fullorðinn þegar maður hættir að sletta enskum orðum? Er maður fullorðinn þegar maður stundar reglulegt kynlíf? Er maður fullorðinn þegar maður hættir að fíla Dumb & Dumber?

Eða er maður fullorðinn þegar maður myndar sínar eigin skoðanir á hinum ýmsu lífs spurningum?

Kannski eru fullorðnar manneskjur ekki til.

Spurning dagsins: Svartur og hvítur klæðnaður? Í hvíta eða litaða þvottinn?
Kannski er maður fullorðinn þegar maður veit svarið við þeirri spurningu.

6 ummæli:

OlgaMC sagði...

maður er fullorðin þegar maður er giftur, búin að eignast barn og búin að kaupa sína fyrstu íbúð.

djók. en þetta er skemmtileg pæling.

og með þvottinn. ég hendi alltaf öllu í eina vél. og mín föt líta alveg vel út. hef aldrei skilið þessa manísku litaflokkun.

Jón Kristján sagði...

Vá.. ok. Ég hef einu sinni hent hvítri skyrtu með litaða þvottinum, og hún kom út blá.

Nafnlaus sagði...

Það virðist minni áhætta að setja svarthvítu flíkina með litaða þvottinum, því að svart getur gert allan hvíta þvottinn gráan. Hin spurningin er erfiðari, orðið fullorðinn er notað í svo margvíslegri merkingu.
Mamma

OlgaMC sagði...

já ok. ég pæli kannski í því fyrst þegar ég þvæ föt, en svona hefur aldrei komið fyrir mig. ég hélt að föt hættu að lita frá sér eftir nokkurn tíma.

og einnig á ég einn hvítan bol sem er bara einhver draslbolur. svo ég hef einnig litla reynslu af hvítum fötum.

OlgaMC sagði...

þetta er til dæmis mjög fullorðinsleg umræða finnst mér.

Inga Auðbjörg sagði...

Bergdís vinkona mín segir að hvít föt láti tennurnar í mannig líta gular út... Þar af leiðandi á ég engin hvít föt.

Það er lygi. Ég á hvít föt, en engin alhvít föt. Ég þvæ þau Olgu-stæl...