fimmtudagur, 29. maí 2008

Casimir

Ég ætla að skrifa þetta, ekki af því að ég held að ykkur eigi eftir að finnast þetta sérstaklega áhugavert, en meira bara þannig að eftir t.d. 7 ár þegar ég er orðinn þrítugur get ég litið til baka og lesið þessa bloggfærslu og hugsað "Já, ok.. ég var nú ekkert svo fáfróður þegar ég var lítill."

Eitt af uppáhaldsáföngum mínum í menntaskóla var klárlega Eðlisfræði. Þess vegna fannst mér afar áhugavert að rekast á grein um vísindafræðilegt hugtak sem ber nafnið Casimir effect. Það lýsir sér í því að þegar tvær afhlaðnar (sumsé ekki segulmagnaðar) málmplötur eru lagðar mjög nálægt hvort öðru í algjöru tómarúmi myndast kraftur á milli þeirra sem ýtir þeim saman.

Samkvæmt hefðbundri Eðlisfræði getur þetta ekki gerst í tómarúmi. Í algjöru tómarúmi eru engar öreindir, þar af leiðandi ekkert til að mynda kraft sem myndi ýta plötunum. Til að útskýra þetta verðun við því að snúa okkur að áhugaverðasta sviði Eðlisfræðinnar.

Quantum Physics. Eða skammtafræði, á íslensku ef ég man rétt, sem fjallar (í mjög stuttu máli sagt) um hvernig heimurinn eins og við sjáum hann er miklu flóknari þegar þú lítur alla leið niður í minnstu einingar. Þar er hægt að útskýra Casimir áhrifin með fyrirbæri sem kallast Sýndareindir (Virtual Particles.) Það eru eindir sem myndast og eyðast jafnóðum, og þær eru meðal annars mögulega útskýring á hvernig heimurinn gæti hafa myndast eðlilega, frá engu.

En við myndum ekki finna fyrir þeim í tómarúmi vegna þess að krafturinn sem þær mynda er dreift gífurlega jafnt. En þegar málmplöturnar eru svona nálægt hvor annarri er ekki nóg pláss á milli þeirra til að mynda sama kraft á milli þeirra og þann sem myndast á ytri hlið málmplatnanna.

Þar af leiðandi ýtir stærri krafturinn plötunum saman.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst alltaf áhugavert að fullvissa mig af og til um þá staðreynd að það sé alltaf hægt að afsanna og sanna nýja hluti. Og að mín kynslóð gæti mögulega upplifað sögulegar uppgötvanir, sem kannski kollvelta öllum þeim pælingum sem við tökum venjulega sem gefið.

Athugasemd: Svona, bara.. til vonar og vara. Eins og venjulega, þá er ég bara að endurtaka hluti sem ég hef lesið, og mjög líklega lesið vitlaust. Þannig að ef einhver rosalega fróður mætir hingað og les þetta, og hneyklast máttu endilega leiðrétta mig í kómhendingunum.

Engin ummæli: