þriðjudagur, 27. maí 2008

Halló Ísland

Hæ íslenskt fólk,

Eftir heimsóknir frá foreldrum, heimsókn til systur, símtöl/SMS við aðra systur, bloggið hennar Olgu, heimsóknir til frændfólks og Benedikt Gröndal hefur mér tekist að púsla saman hvað er að gerast á Íslandi.

Og því datt mér í hug að það væri viðeigandi að hripa niður fáfróðar skoðanir mínar á hinum ýmsu málum. Þar á meðal ótrúlega málefnanleg umfjöllun mín um íslensku krónuna, neðst í færslunni.

Ástin er diskó, lífið er pönk
Ég hef ekki séð þetta leikrit, en mér skilst að það sé ekkert sérstaklega gott. Ég get heldur ekki ímyndað mér að það sé neitt sérstaklega gott. En hey, þúst.. Sveppi er í því!

Hannes Hólmstein
Burtséð frá því að hann framdi glæp og burtséð frá því að af einhverri ótrúlegri fávisku er fólk að borga skuldir hans fyrir hann. Það sem mér finnst allfáranlegast er að hann hélt að hann gæti stolið frá Halldóri Laxness án þess að fólk tæki eftir því?

Vörubílstjórar
Vörubílstjórar, Lögreglumenn og Dimmiterandi Nazistar. Svona hljómaði sagan um mótmæli vörubílstjóra, í gegnum Benna og ég er eiginlega leiður yfir því að hafa misst af því.
En ég meina, þið hefðuð átt að sjá hvernig fór þegar einn hundur var skotinn út í Christianíu, af lögreglumanni. Það var eins og það hefði farið fellibylur yfir göturnar á milli Christianíu og Christianshavn.
Og þá er ég að tala um atburð þar sem fólk á rétt á að ybba sig. Stundum þarf ekki meira en ungt fólk að partýa út á götunum án þess að strætóar og verslanir eru lögð í rúst, og jafnvel 7-Eleven lokar.
Ha... já. Allaveganna, bara fínt hjá vörubílstjórum að stoppa umferð smá. Gott fyrir umhverfið. Fáranlegt af lögreglunni að ráðast svona á þetta yndislega lið.
Já, og hverjum langar ekki rosalega að finna þessi 1%, sem sögðu samkvæmt könnun Gallup að þeir vildu að skattlagningar á eldsneyti væru hærri, og gefa þeim.. knús.

Krónan
Djöfull er ég ánægður að ég er ekki með tekjur í henni.

Engin ummæli: