miðvikudagur, 23. apríl 2008

Gleði

Jæja, elsku áhangendur og tilfeldir gestir Vefseturs Stóra Jóns.

Nú hef ég góðar fréttir að færa. Jón, semsagt ég, er nefninlega fluttur í herbergi sem liggur akkúrat fyrir ofan Kalaset, eða eins og ég kýs að kalla það Where Everybody Knows My Name. Það þýðir að ég bý núna 5 mínútur frá Nørreport. 3 mínútur frá Vatninu sem liggur á milli Nørrebro og miðbæjarins. 1 til 15 mínútur frá öllu skemmtanalífi.

0 mínútur frá hamingju!


Þetta er ég akkúrat núna.

8 ummæli:

OlgaMC sagði...

ég hélt ég væri að fara að lesa bloggið sem ég sá í draumnum.

en til hamingju.

Nafnlaus sagði...

til lukku með flutninginn. Og gott að lesa aðeins frá þér...

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Hljómar óhentugt og leiðinlegt.

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, gaman að því;o)Til hamingju ljúfurinn! Hvaða barn er þetta??

Unknown sagði...

ég þigg þessa köku takk

Dóra Björt sagði...

Gegt

Katrin sagði...

úff. þetta þýðir að þú og cecilie þurfið að berjast um hylli mína þegar ég kem til kaupmannahafnar.

rómantískt ítalskt torg í miðbænum eða kalaset?

en það versta er að þið munuð bæði áreiðanlega koma með ókunnugt fólk með ykkur heim á hverju einasta kvöldi. kannski getur við vörkað eitthvað svona system. ég hef engar áhyggjur...

Nafnlaus sagði...

Elsku frændi, til hamingju með daginn í dag! Þú ert flott eintak af 23 ára karlmanni!