fimmtudagur, 10. apríl 2008

Hullo!


Blésuð öll sömul.

Síðasta þriðjudag mætti ég heim til Köben, eftir fjögurra daga ferðalag til Brighton & Hove að heimsækja systur mína, skoða hvolp, drekka bjór með Luis, borða sjávarrétti og labba um í Arundel. Mjög ánægjuleg ferð.

Ég ákvað að taka þessu bara rólega. Skoðaði sentrúm í Brighton, heimsótti Mio Minn, búðina hennar Freyju, og á Laugardeginum fóru ég og Luis, sem var í heimsókn hjá bróður sínum í Brighton, á pöbbarölt og urðum alveg vel góðir í glasinu. Á tímabili gat ég ekki lengur opnað hurðir, og stoppaði fyrir framan hurðina á The Wick Inn og horfði örvæntingafullur á dyravörðinn fyrir utan. Að lokum kom Luis og sýndi mér hvernig maður getur, merkilegt nokk, bara ýtt á hurðina til að opna.

Kvöldið endaði samt frekar fljótt þar sem Luis ákvað að reykja jónu, og fáum mínutum seinna sagði hann "Jon.. Hjem. Nu." og labbaði af stað án mín. Þar sem hann gisti heima hjá systur minni þetta kvöld varð ég að elta hann. Svo át hann þrjá kebab á leiðinni heim.

En helgina á undan fóru ég og Steffen á mjög impúlsíva ferð til Osló, Noregi. Leiðinni var haldið í partý hjá systur hans, þar sem ég skipti frá dönsku yfir í íslensku og svo að lokum í norsku. Skemmtilegt nokk nefninlega höfðu helmingurinn af Norðmönnunum búið á Íslandi og gátu talað svona skemmtilega bjagaða íslensku. Góðar fréttir fyrir mig, þar sem ég tala líka bjagaða íslensku. En ég held ég fortrekki (dönskuslettur eru inn) að tala bara eitt tungumál þegar ég er fullur. Tvö tungumál í einu er nógu ruglandi..


Markmið ársins:
  1. Fara til Japan
  2. Verða núdísti
  3. Ferðast út fyrir Evrópu (sjá lið 1)
  4. Skipta um banka

7 ummæli:

OlgaMC sagði...

úúú, mig hefur alltaf langað til japan. má ég koma með?

Unknown sagði...

Er þá ekki spontant ferð til Íslands málið næst?

The Japanese Nudist Bank á víst að vera fínn. Sameinar þetta allt hjá þér.

Freyja sagði...

Takk fyrir heimsoknina um daginn. Tata skiladi ser heim, eins og thu kannski veist.
Hei, afhverju profadirdu ekki Nudist-strondina herna i Brighton?? Thad er svona sma partur af strondinni thar sem ma berrassast...

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Af hverju er Andri Ólafs reiður á neðri myndinni?

OlgaMC sagði...

þeir eru fáránlega líkir

Nafnlaus sagði...

hehe gangi þér vel með markmiðin.

Unknown sagði...

vá þú ert svo impúlsívur, hverjum öðrum en þér hefði dottið í hug að eyða helginni í tveggja tíma fjarlægð frá heimili sínu. Ég myndi samt líka vilja koma með til japan