fimmtudagur, 13. mars 2008

Hvað er að frétta?

Ef þið ætlið að skrifa eitthvað í kómhendingarnar megið þið gjarnan segja mér hvað er að frétta af ykkur. Finnst ég vera svo útilokaður frá öllu íslensku hér upp á síðkastið.

Það sem er að frétta af mér er að ég fór á stefnumót um daginn. Það gekk mjög vel, þangað til að ég stóð fyrir utan íbúðina hennar. Mér var allsvakalega mál að míga, þannig að ég spurði hvort ég mætti ekki nota salernið hjá henni. Það var að sjálfsögðu allt í góðu. Síðan tók við gangurinn upp að, því sem virtist vera, hæð nr. 100. Ég hélt kúlinu alla leiðina upp, þar til ég lokaði klósettishurðinni og sprengdi upp buxnaklaufinni minni og rétt náði að beina sprellaranum í áttina að klósettinu.

Ahh, tilfinningin var góð. Alveg þar til ég leit niður og sá að ég hafði skilið eftir dulítinn þvagblett neðarlega á hægri hlið buxna minna. Mjög áberandi blett. Ég reyndi allt, frá að þurrka buxurnar með pappír til að væta þær aðeins í kringum blettina þannig að þær virkuðu eins og þessar nýju tískubuxur sem koma út úr verksmiðjunni með bletti. Ekkert virkaði.

Til að vekja ekki of mikla athygli að því hversu lengi ég hafði verið á salerninu ákvað ég að það væri tímabært að koma út með skammarsvip. En þá fann ég lausnina. Ég labbaði sallarólegur út, og hrifsaði í stúlkuna og skellti rembingskoss á hana. Hún hafði engan tíma til að líta niður, og þegar langa kossinum var lokið, stillti ég mér upp að dyrarkarminum, hallaði mér að honum með vinstri fótinn fyrir framan þann hægri og þakkaði fyrir ánægjulegt kvöld.

Þannig að þvagbletturinn olli því að ég endaði stefnumótið með meiri stæl en ég hefði líklegast gert og við ætlum að hittast aftur.

P.S. Katrín, þú getur séð e-mailið mitt á Facebook, kjáninn þinn.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þú vilt fréttir af okkur á Íslandi lestu þá bloggið drengur...

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

OMX stendur í 4818 stigum þegar þetta er skrifað, dalurinn hefur hækkað og sömuleiðis pundið. FL fékk slæma byltu, Bakkavör einnig í slæmum málum. En annars, þú veist, bara fjör sko. Haltu áfram að snilldast.

Nafnlaus sagði...

Segi eins og Hafrún, lestu bara bloggið...mitt er reyndar sjaldan uppfært en þú getur bara getið í eyðurnar á milli! Það þarf snillinga og stórleikara til að tækla svona uppákomur,- ég er stolt af þér frændi;-)
Knús og kram í danska sól og sælu...

Nafnlaus sagði...

Hahahahah Frábær saga, en hvað varstu í hvítum buxum eða?

kv.Jakob Ó

p.s ég er sjúkt ánægður að hafa fundið bloggið þitt

Erla Elíasdóttir sagði...

Stefnumót, en útlenskt! Ég hélt fyrst að þessi skemmtilega saga hefði átt sér stað áður en þið fóruð út á stefnumótið, fannst dáldið fyndið að slútta þessu svona snögglega.

Nafnlaus sagði...

ertað reyna að vera sexí litli kall?