Jæja, núna er ég offisjalt orðinn Ungdomshus styðjandi. Og algjörlega af tilviljun.
Á leiðinni í partí í gær, þurfti ég að fara í hraðbanka þannig að vinkonur mínar tóku leigubíl í partíið og ég ákvað að labba þangað. En þegar ég var kominn í nágrennið mundi ég að ég hafði ekki hugmynd um staðsetningu partísins. Ég keypti því inneign og reyndi, árangurslaust, að skeita meiri inneign á símann minn. Eftir fleiri tilraunir ákvað ég að gefast upp og settist við bál.
Þetta bál lá á Jagtvej 69, og í kringum það bál voru allmargir reiðir unglingar og lögregluflokkur með grímur. Ég sat þarna og dáðist að kaósinu, ungir menn hoppuðu út á göturnar og spiluðu fótbolta bara til að vekja andstyggð lögreglunnar og svartklætt lögreglufólk stóð út um allt og öskraði á strákana sem gaf þeim eitt stykki fingur. Ég lenti sjálfur ekki í neinu verra en að vera stoppaður þegar ég ætlaði yfir götuna. "Hey! Hvert ertu að fara?!" "Bara yfir götuna." "Já... ok. Passaðu þig á bílunum."
Mér fannst það mjög áhugavert að upplifa þessa stemmningu sem ég hef fyrr einungis séð í sjónvarpinu. Maður skilur báðar hliðar í málinu þegar maður getur séð þetta með eigin augum. Lögreglan gerir margt sem telst yfir strikið, en undir þessu ótrúlega, stanslausa áreiti get ég vel skilið að ekki allt fer eins og maður hefði viljað.
sunnudagur, 2. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
viltu pósta emailinu þínu hérna svo ég geti sent þér langt bréf um ástandið í hjarta mínu. og viltu líka segja eitthvað um mig.
mig vantar betri niðurstöður þegar ég gúgla mér.
Skrifa ummæli