þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Nýtt númer og ný frænka

Ég ákvað að skipta um númer um daginn, af ástæðum sem ég vill helst ekki fara út í.. Djók, það var ekkert spennandi. Hata bara símafyrirtækið sem ég var hjá. Nýja danska númerið mitt er: 6076 4048

Ég fór í gær að hitta nýjju frænku mína, litlu stelpuna þeirra Aldísar og Sigurjóns.  Fékk að halda á henni þangað til að hún opnaði augun og fattaði að ég var ekki pabbi hennar og fór að gráta.

4 ummæli:

OlgaMC sagði...

æji jón, hættu þessu rugli og komdu til Íslands.

Nafnlaus sagði...

hihi fullt af nýjum frænkum á þessu ári.

Jón Kristján sagði...

olga, hvað er í gangi? skynja ég einhverskonar söknuð sem er engan veginn hægt að leysa nema að ÉG komi til íslands? Hvernig væri að uppgötva leyndardóma útlandanna í staðinn fyrir að sitja á íslandi eins og einhver rassálfur?!

OlgaMC sagði...

leyndardómar danmerkur eru eflaust stórfenglegir. hugur minn stefnir samt lengra. segi þér frá því þegar þú kemur um jólin. eða á msn ef við náum að komast það djúpt í samræðum okkar.