fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Viðtöl

Ég fór í viðtal í dag.

Fyrir vinnu í Det Ny Teater sem svona senugaur.  Gaurarnir sem maður á ekki að sjá í leikriti, en sjást samt einhvernveginn alltaf smá.  Þetta var mjög fínt viðtal en eftir viðtalið var ég frekar leiður.  Af því að þegar viðtalinu var lokið hugsaði ég "Vá, mig langar að vinna hér!" en svo hugsaði ég "..en það krefst þess að ég er þarna nákvæmlega þegar ég á að vera að taka próf í skólanum mínum."  Þannig að núna get ég ekki gert neitt annað en að ímynda mér hvernig það hefði verið að vinna þarna.  

Og fara að vinna í lager-vinnu með innflytjendum.  Að snúa pökkum við þannig að strikamerkið liggi upp.

Eins og það sé alltof krefjandi fyrir manninn sem les af strikamerkinu.

En viðtalið var samt mjög fínt.  Gekk vel.  Ég sagði þeim að helsti veikleiki minn væri að ég krefst breytinga í lífi mínu og að styrkur minn lægi í að vera opinn fyrir nýjum upplifunum.

Sem er eiginlega nákvæmlega sami hluturinn.

Og ég lærði að Det Ny Teater er eina prívat-rekna leikhúsið í Danmörku, eða Kaupmannahöfn (gaurinn talaði svo lengi um þetta að ég gleymdi eiginlega öllu sem hann sagði jafnóðum) sem er rekið með hagnaði.  Sem er ástæðan fyrir lágum launum þarna.  Sem um leið orsakar góðan vinnumóral, af nauð.  Eða var það nauðsynlegt að hafa góðan móral, því annars siturðu bara uppi með lélegan móral og lág laun?

Allaveganna, ég myndi aldrei skrifa allt þetta um viðtalið sama dag og ég fór í það ef ég væri ekki viss um að þurfa að afþakka, ef ég fengi vinnuna.  Af því að einn af gaurunum var íslendingur og gæti þess vegna fundið þessa færslu og lesið hana og sagt "Þessi gaur fær ekki vinnuna."

Mamma og pabbi, ef þið eruð að lesa þetta, ég skal koma á Skype á morgun.

7 ummæli:

OlgaMC sagði...

"Ég sagði þeim að helsti veikleiki minn væri að ég krefst breytinga í lífi mínu"

ég fatta þessa setningu ekki, geturðu útskýrt hana?

senugaur=statisti?

en svo eitt að lokum:
geðveikt kúl!

OlgaMC sagði...

og mér finnst svo krúttlegt þegar ég sé þig mér vera að halda á litlu barni. sbr. færslan hérna að neðan. svo þegar ég eignast barn máttu alltaf halda á því. eða þegar þú eignast barn...æj ég er þreytt.

Jón Kristján sagði...

senugaur er svona gaurinn sem ýtir hlutum inn á senuna, dregur í reypi þannig að hlutir hífist upp, o.s.fr.

"Krefst breytinga í lífinu" þá meina ég að ég hef þess óstjórnanlegu þörf fyrir að prófa eitthvað nýtt, af því að mér finnst svo mikið af hlutum spennandi (mest af því að ég hef of frjótt ímyndunarafl og get þess vegna ímyndað mér að allt geti verið spennandi), t.d. kynnast nýju fólki, prófa nýja vinnu, kaupa mér nýjasta tölvuleikinn. Sem er veikleiki að því leiti að ég prófa eitthvað nýtt og missi síðan áhuga á því fljótt af því að ég fer að ímynda mér hvað eitthvað annað gæti verið spennandi. Ég er alltaf með u.þ.b tíu verkefni í gangi í einu og klára ekkert þeirra. "Grasið er ekki alltaf grænna hinumegin." ætti að vera mitt mottó, en er það ekki. Þetta er veikleiki, en um leið get ég sagt að með þessum veikleika fylgir svo líka mikill styrkleiki, sumsé að vera opinn fyrir nýjum hlutum, upplifunum, fólki, löndum, o.s.frv.

Takk fyrir að finnast ég krúttlegur með barn. Ég vona að þú eignist barn bráðum svo að ég geti haldið á því. Það væri líka bara æðislegt, því ég held að þú verðir rosalega góð móðir.

Já, vel á minnst, ég fékk starfið daginn eftir en sagði "Nei takk."

Nafnlaus sagði...

Sæll þá er laufabrauðið tilbúið við söknuðum ykkar nú pínu sko...

Nafnlaus sagði...

Hæ frændi!
Rakst inná síðuna þína í gegnum Freyju síðu, ekkert smá langt síðan að ég sá þig síðast!
Ég á eftir að fylgjast með þér héreftir.. ;)
Kveðja frá Selfossi :)

Nafnlaus sagði...

Hvað er það sem maður heyrir á götunni að þú sért á leiðinni til Fróns?

Nafnlaus sagði...

Jæja komin önnur ný frænka. heyrðu þú dasst út af msninu minu þ.e. mitt msn dó geturðu addað mér inn á nýju msn hafrunasta hjá hotmail. com