fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Zulu Sommerbio #3

Ég skellti mér út í Sommerbíó í gærkvöldi.

Zulu Sommerbio #3, Østre Anlæg, SURPRISE FILM:
Ég var voða spenntur yfir þessu Surprise Film dæmi, þar sem vinur minn Luis tilkynnti mér að það væru oft sýndar bíómyndir sem eru ennþá í kvikmyndahúsunum hér.  Mjög spennandi.  En ég fékk engan til að fara með mér, þannig að ég endaði með að fara aleinn þangað.  Sem var ótrúlega leiðinlegt.  En myndin var góð.  Quentin Tarantino's Death Proof.  Æðislega skemmtileg "drasl" mynd.  --Mynd 5/5, útibíóupplifun 1/5

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott ad hafa útibíó, ekki síst thegar thad er nánast í gardinum manns! Gott ad thú ert ekki týndur.
Kvedja frá Alicante