Núna hef ég lokið tveimur slíkum ferðum. Báðar ferðir voru ansi stutt frá heimili mínu, nefninlega í garðinum fyrir utan svalirnar mínar.
Zulu Sommerbíó #1 - 25. júlí í Enghave Park - De Andres Liv:
Frábær mynd. Ótrúlega hörð. Sögukunnátta mín er talsvert lítil.. eða engin, og þess vegna var ég svolítið óviss hvað var nákvæmlega í gangi og afhverju. En undir lokin skipti það engu máli. Frekar hefðbundin mynd en mjög óhefbundin saga, og manni finnst ótrúlegt að það sé svo stutt síðan svoleiðis hlutir gerðust. Í miðri mynd löbbuðu fjórir blindfullir menn framhjá og öskruðu yfir myndina. Og við sátum á asnalegum stað. -- Mynd 5/5 stjörnum, útibíóupplifun 3/5
Zulu Sommerbíó #2 - 26. júlí í Enghave Park - Shooter:
Myndin byrjar á því að vinur aðalgaursins og aðalgaurinn eru að njósnast í stríði og skjóta fólk í laumi. Í fyrsta skoti myndarinnar segjir vinurinn "Ah, get ekki beðið eftir því að hitta konuna mína aftur." og sýnir aðalgaurnum mynd af henni. Obbosí. Gaurinn deyr nánast áður en hann nær að setja myndina í vasann sinn aftur. En, Danny Glover leikur í henni. Við sátum á besta stað í heimi, en svo byrjaði að rigna í miðri mynd þannig að mér varð kalt og fannst myndin aldrei ætla að enda. -- Mynd 1/5, útibíóupplifun 3/5
Enn sem komið er hefur hvorug ferðanna toppað síðasta árs Zulu Sommerbio þegar ég fór að sjá Walk the Line og sat upp á þaki á stað sem heitir Øknsehallen. Fólk klappaði og hrópaði "húrra" þegar þau kysstu hvort annað í lokin.
Myndir sem ég mun mjög líklega sjá undir berum himni á næstunni: Borat, The Departed, Casino Royale, Thank you for smoking og Volver.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli