Hvað er samt pælingin bakvið íþróttir þar sem engum, ekki einu sinni áhangendum, finnst skemmtilegt að horfa á þangað til að einhver meiðir sig? Formúla 1, Tour de France. Jæja, ok. Það er víst fólk sem finnst gaman að horfa á Tour de France þegar þeir.. hjóla upp brekku. En þá erum við mjög líklega einungis að tala um fólk í Danmörku, þar sem hjólatúr upp brekku er álíka auðfundinn og fjögra laufa smári eða skilvirkt strætókerfi á Íslandi.
Annars er meiri hlutinn af fólkinu sem horfir á þetta að bíða eftir því að einhver detti og rífi búninginn sinn og sýnir smá rass í myndavélina. Eða að einhver fái dekk í hausinn. Og deyr. Voru stríðsfréttirnar ekki nóg?
4 ummæli:
"... eða skilvirkt strætókerfi á Íslandi."
Vóhó! Buuuurn!
Djöfull er leiðinlegt að horfa á Formúlu 1 en það getur verið ágætt að horfa Tour de France. Það geta komið fyndin atvik í TdF en ef það koma upp einhver óhöpp í F1 þá getur það endað með dauðsfalli og þá er það ekki sérstaklega fyndið lengur né skondið.
Kveðja BEnni Gröndal
Frábaer úttekt á Formúlunni og Tour de France!!!
Kvedja frá Andalúsíu
Skrifa ummæli