Ég gæti blaðrað endalaust um samband mitt og Louisu, en það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt. Allt gengur eins og ganga á í flestum samböndum. Sérstaklega ef tekið er til greina að ég hef aldrei áður búið að heiman í lengur en einn mánuð og að núna eru liðnir 6 mánuðir síðan ég flutti að heiman. Semsagt, alveg glimrandi vel.
Ég er væntanlega að taka upp danskan ríkisborgararétt innan skamms, enda fer íslenskukunnátta mín dvínandi degi hverjum. Og ef allt fer eftir áætlun fæ ég bráðum borgað fyrir að lesa tölvunarfræði í Háskólanum í Kaupmannahöfn. Ekki hafa áhyggjur yfir því að þetta komi niður á listrænu hliðinni minni. Ég kýs bara að hafa allar dyr opnar fyrir mér, svona á meðan maður er ennþá ungur.
Og, að lokum, þá spurði Louisa mig áðan hvort ég mundi eftir einhverju vandræðalegu sem ég hefði lent í og ég svaraði að ég hefði einu hlegið svo mikið að ég pissaði í buxurnar. En að það vandræðalegasta hafi verið að ég pissaði ekki í buxurnar heldur upp í peysuna mína.
Knús úr danskri sól! (akkúrat núna, að minnsta kosti..)
5 ummæli:
eg les bloggid thitt. og sit i stofunni thinni akkurat nuna.
Þú lest bloggið mitt AF ÞVÍ að þú situr í stofunni minni!
VúúúÚÚÚúúÚ!
Ja ég veit ekki með hina ljúfurinn en ég amk les bloggið þitt og var voða glöð að sjá þessa færslu;-)Líst vel á plönin þín með skólann og auðvitað er bara snilld að þú verðir á launum við að læra,- þannig á þetta að vera! Veit ekki með ríkisborgararéttinn, þú verður áfram með þann íslenska vona ég? Eða er ég að eignast danskan frænda??? Hér er alltaf 20-25 stiga hiti og sól, þ.e. á Selfossi og Reykjavik var það þannig í síðustu viku og seinnipartinn í dag(vinn þar en er flutt á Selfoss... Allt gott að frétta héðan, allir kátir og Bergþóra verður í Danmörku eftir áramót í Lýðháskólanum í Ollerup, það er skóli með aðaláherslu á fimleika og það er hennar stóra áhugamál. Er á leið til Rhodos með Maríönnu og Öglu þann 21. júlí í tvær vikur og hlakka mikið til;-) Knús til þín og kærar kveðjur til kærustunnar, ég hlakka til að hitta hana(vonandi fljótlega)
Ég kem hér inn á tveggjadaga fresti og bíð spennt eftir einhverju nýju til að lesa. Var voða glöð að sjá þetta...
Spurning eitt ... kemur Louisa með heim um jólin?
Spurning tvö ... afhverju bloggarðu svona sjaldan?
Spurning þrjú ... hvenær komið þið til Íslands í desember?
Var að pæla hvort ég yrði búin að unga út... ;)
Hae Jón
Bestu kvedjur til ykkar hédan úr sólinni á Spáni. Thú getur kíkt á bloggid okkar ef thú vilt fylgjast med.
Pabbi og mamma
Skrifa ummæli