sunnudagur, 24. júní 2007

Studio 60 on the Sunset Strip

Ég hef ekki skrifað neitt markvert hér í mjög langan tíma.  Af þeirri ástæðu eru væntanlega ekkert sérstaklega margir sem lesa þetta.  En, ef eitthvað á að standa á þessari vefsíðu þá er það þetta hér.

Studio 60 on the Sunset Strip er sjaldséð þáttaröð.  Hún er frumleg, vel skrifuð, vel leikin, fyndin.  Og, af því að bandaríkjamenn horfa ekki nógu mikið á Studio 60, er núna búið að ákveða að hætta gerð þáttanna.  Sem er ömurlegt, því þetta er ein besta þáttaröð sem ég hef haft ánægjuna af að sjá í langan tíma.  Ég nenni eiginlega ekki að þylja upp hvað þættirnir fjalla um.

Ég skrifa þetta bara í þeirri von að fólk sjái þessa þætti og skemmti sér jafnvel og ég hef gert síðastliðna 20 þætti.  Serían á ekki nema einn þátt eftir í Bandaríkjunum og því kjörið tækifæri að skella sér í dávnlód eða, ef þú átt Stöð 2, horfa á þá.

Og ef þér finnst þeir skemmtilegir, þá mæli ég eindregið með Sports Night.  Sería frá 1998 eftir sömu menn og gera Studio 60, og einu sinni gerðu West Wing.

Ef þú nenntir ekki að lesa allt þetta, þá sagði ég í mörgum orðum þetta: Sjáðu Studio 60 on the Sunset Strip og Sports Night!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frændi minn, nú er ég búin að lesa þessa færslu svo oft að mér þætti vænt um nýja,- með fréttum af ykkur parinu og ykkar bardúsi í danaveldi;-) knús úr íslenskri sól!