Stuttu eftir pappírsstúss vegna ríkisborgararétts bárust mér fregnir í síma. Sumir tóku kannski eftir því að ég tók þátt í myndasögukeppni á vegum DR (ríkisútvarp Danmerkur.)
Í símanum tilkynnti kona mér að ég hefði unnið og ekki lélegri verðlaun en 5000 danskar krónur. Ekki léleg tímalaun, þrátt fyrir að þau komi seint.
En já, vil þakka ykkur öllum fyrir að hafa skoðað myndasögurnar mínar svona gegnum súrt og sætt. Vonandi get ég losað hugmyndastífluna einhverntímann og hafið vinnu á þeim á ný.
fimmtudagur, 19. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
vá! til hamingju!
Awesome. Til fucking hamingju!
Geðveikt! Til hamingju.
Til hamingju !!! Geðveitk kúl... Og á meðan ég man var ég beðin um að segja þér að hafa samband við hana Lindu út af fermingunni hans Gísla Leós.
Þú varst í fréttablaðinu! OMG!
já mar hann er orðin heimsfrægur á Íslandi ...
Skrifa ummæli