
Jæja, þá er ég loksins búinn með nýjasta verkefnið mitt. Verkefnið eru tvær teiknimyndir sem Helgi Rafn samdi tónlist við.
Teiknimyndirnar getiði horft á heimasíðunni minni. Ahead of the Game, sú fyrsta og svo A Blue Day.
Ég er alveg ótrúlega ánægður með útkomuna og alveg magnað hvað tónlistin hans Helga veitir miklu lífi í teikningarnar mínar. Vil einnig þakka hinum tveimur hljóðfæraleikurunum, Greta Salóme Stefánsdóttir og Þráinn Hjálmarsson, fyrir afbragðs hljóðfæraleik.
P.S. - ef þið getið, af einhverjum ástæðum, ekki séð teiknimyndirnar í vafranum ykkar þá er þær að finna á YouTube hér og hér.
6 ummæli:
Til hamingju með afmælið og nýju teiknimyndirnar. Viðtalið í Mogganum í dag er fínt.
Mamma
megatöff, og til hammó með ammó.
Til hamingju með afrekin og afmælið frændi! Frábærar teiknimyndirnar með tónlistinni. Think you are truly a head of some things! Með kærri kveðju úr Sverige.
Til hamingju með afmælið í gær og árangurinn um daginn litli frændi ;)
Knús, Aldís
Til hamingju með þetta og nýja teiknimyndirnar fannst golfarinn nú ótrúlega fyndinn ...
Já og flott viðtalið við þig. Þú ert frábær og til hamingju með afmælið á sunnudaginn sendi þér kveðju á msn veit ekki hvort hún skilaði sér.
Skrifa ummæli