sunnudagur, 11. mars 2007

Stutt heimsókn

Viðburðarrík helgi sem hófst með mjög stuttri heimsókn frá Íslandi. Táta og Gutti, kettirnir hennar Freyju, millilentu hér á leiðinni út til Brighton.

Frekar mikið pappírsvesen í kringum þetta en í lokin var heimsóknin mjög kærkomin. Þá er ég bæði búinn að passa hunda og ketti hér á Lyrskovgade.

Í gær var svo ætlunin að ég og kærastan færum saman í bæinn. Höfum ekki farið saman út að drekka síðan við vorum í skóla saman, þannig að eitthvað varð að gera í því. Byrjar ágætlega en ég enda talsvert fullur og þá byrjum við að rífast eitthvað smá. En svo endaði kvöldið æðislega og við fórum sátt heim. Leigubílstjórinn var í stuði og skemmti okkur allverulega á leiðinni heim.

Svo er þynnkudagur í dag og ég uppgötvaði nýjan veitingastað rétt hjá okkur. Afbragðsmatur, sérstaklega í svona þynnkustuði. Núna er svo kominn tími til að horfa á 3000 Miles to Graceland.

Er að hlusta á Guero - Beck

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú verður oft frekar vafasamur þegar þú drekkur of mikið.

OlgaMC sagði...

til hamingju með lærlingastarfið. ég mun koma til köben 1.júlí og fara á hróaskeldu daginn eftir. svo verð ég í köben 3-4 daga eftir hróaskeldu. verðurðu heima þá?

Jón Kristján sagði...

já, að sjálfsögðu! ég yfirgef ekkert köben!

Freyja sagði...

Takk fyrir ad standa i thessu veseni fyrir mig. Thad er allavega aedislegt ad vera loksins komin med kisurnar.

Atli Sig sagði...

3000 Miles To Graceland er svoooooo vond. En ég er mjög líklega að fara á Hróarskeldu enn einu sinni þannig að við sjáumst vonandi í sumar!

Jón Kristján sagði...

Já, guð minn góður. Hrikaleg mynd. Það litla góða sem er í myndinni er svo eyðilagt í ruglingslegri framvindu.