miðvikudagur, 14. mars 2007

Pan's Labyrinth

Það er mjög líklega löngu búið að sýna Pan's Labyrinth á Íslandi. En ég fór á þessa mynd í kvöld og hún kom hressilega á óvart. Án efa besta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Virkar á alla vegu. Án þess að eyðileggja hana fyrir þeim sem ekki hafa séð hana get ég sagt að maður upplifir allar tilfinningar aðalsögupersónunnar. Tæknilega séð er myndin líka fullkomin. Tempóið er hárrétt. Maður situr aldrei og byrjar að giska á hvað gerist næst né á í erfiðleikum með að fylgjast með. Og þvílíkt augnyndi á köflum.

Að lokum er hún líka temmilega brútal, svona svo að við karlarnir getum haldið fyrir augun á stelpunum. Já, og engan veginn barnavænleg.

Fimm stjörnur. Klárlega.

4 ummæli:

Atli Sig sagði...

Ég er ekki sammála, þessi mynd snart mig ekki. Hún hefur margt til síns ágætis en ég er ekki að sjá þessa snilld í henni sem þú og margir aðrir eru að sjá, finnst hún í raun frekar hefðbundin og venjuleg. Þetta er bara ekki minn tebolli. 3 stjörnur.

OlgaMC sagði...

tjékkaðu á póstinum þínum á mæspeis.

BenGrondal: sagði...

Ég er sammála þér Jón, ég hefði viiljað sja meira af ævintýra heiminum. Myndrænt og tónlistarlega er frábært.

BenGrondal: sagði...

PS: ég er kominn með nýja blogg síðu. bennikalli.blogspot.com