sunnudagur, 7. janúar 2007

Jæja, það hlaut að gerast einhverntímann

Ég er núna opinberlega búinn að feta eitt lítið skref í hin allmörgu fótspor foreldra minna. Ég vinn á leikskóla. Hver veit hversu lengi ég held þessu starfi, en ég nýt þess enn sem komið er. Aðalgæslukonunni tókst samt að hræða mig smá í byrjun þegar hún ráðlagði hinum unga og saklausa mér að setja sjálfan mig ekki í aðstæður með börnunum sem gætu misskilist. Sú orð trufluðu mig allsvakalega á tímum þegar ég þurfti að hjálpa börnunum við ósköp venjulega hluti, eins og að renna upp buxnaklaufinni.

Nýtt ár er gengið í garð og svo virðist sem að nýr Jón þurfi að brjótast út ef ég ætla að lifa af í mínu nýja umhverfi. Reikninga þarf að borga, vinnum skal sinnt og hús þarfnast þrifnaðar. Ég held samt áfram fast í gamla Jón svo hægt sé að grípa til ofurdrykkju og skemmtilegheita þegar það er viðeigandi.

Lífið er alltaf best í jafnvægi.

4 ummæli:

Freyja sagði...

Til hamingju med nyja starfid. Eg veit thu stendur thig.
knus fra sys

BenGrondal: sagði...

Sæll elsku besti vinur. Gleðileg jól og farsællt komandi ár. Innilega fyrirgefðu að ég kom ekki í útskriftarveisluna þína. Það var brjálað að gera í vinnunni en það er samt engin ástæða fyrir að hafa ekki allaveganna talað við þig. Til hamingju með nýju íbúðina í Kóngsins. I miss you very vell. Svo maður notar nú góða Búlgörsku. Ég verð í bandi kallinn minn.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með starfið! Vona að umbreytingin úr gamla Jóni í þann nýja fara friðsamlega fram og báðir fái að njóta sín.

Far

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt saman, sambúðina, fullorðnunina, stúdentinn og vinnuna,- stolt af þér strákur! Er handviss um að þú munt standa þig með prýði í nýja starfinu enda hænast börn að þér eins og flugur að sykri...Svona af því ég var ekki svo heppin að vera með í laufabrauðsskurði, ertu þá ekki til í að birta mynd af kærustunni við tækifæri?! Knús úr norðrinu ljúfurinn.