þriðjudagur, 29. ágúst 2006

Smásögur

Samdi litla smásögu í hléi í dag. Upprunalega skrifuð í ritvél, en hér er hún, ekki nákvæmlega eins og á stafrænu formi:

Ég veit ekki afhverju ég gerði ekki neitt þann dag. Hljóðið ómar enn þann daginn í dag í hausnum mínum eins og sírenur fyrir utan gluggann. Hvað hefði ég getað gert? Hefði ég getað stoppað hana áður en það var of seint?

Hljóðið nálgast hægt og rólega.

Líkt og súr geitamjólk fannst mér ég misheppnaður. Ég gerði ekkert. Sem og glugga væri opnað heyrist hljóðið nú skýrt í hausnum mínum.

Það bergmálar í klettunum.

"MEEEEEEEEEEEEEEeeeeeeeeeeeee....." og tómur kliður hafsins.

-brot úr bók Jóhannesar Pálssonar "Játningar Kindarinnar"

Engin ummæli: