mánudagur, 28. ágúst 2006

Nikótínfærsla #4

Áhugaverð athugun dagsins: Að komast ekki inn á blogger svæðið sitt, þegar maður vill rita nikótínfærslu er eins og að leita örvæntingarfullur eftir sígarettunum sínum.

Ég er farinn að hafa alvarlegar áhyggjur varðandi peninga fyrir auglýsingarmynd minnar og Luis. Peningarnir áttu að vera lagðir inn síðasta mánudag. Mjög ófagmannlegt af annars mjög fagmannlegu fyrirtæki. Fyrir áhugasama mun önnur af útgáfunum tveimur birtast í netformi þegar sjálf myndin er alveg tilbúin (eftir á að setja inn lógó og einhver texta, o.s.frv.) Einnig mun nýjasta, verðlaunaða, stuttmyndin mín vera lögð inn á netið en vegna tæknilegra örðugleika gerist það ekki alveg strax.

Katrín er byrjuð í Borups og langar mig að nota tækifærið og óska henni til hamingju með það. Draga má tvær ályktanir af blogginu hennar. Númer 1. Fyrsti skóladagurinn var stútfullur af dönsku tungumáli sem allir skildu nema hún. Númer 2. Fyrsta skólavikan er hinsvegar búin að vera svo skemmtileg að hún hefur engan tíma haft til að rita meira í bloggið sitt.

Skemmtu þér vel, Katrín. Skemmtu þér vel.

Ef maður kastar sér út í gryfju, er engin leið upp úr henni en að tala dönsku.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bráðum blogga ég um borups og hvernig þú ert guð skólans.

Nafnlaus sagði...

hvernig gengur í nikótínbindindinu hr guð borupsskóla?

Jón Kristján sagði...

Mjög, mjög vel. En samt, bara liðin einn og hálfur dagur.