Skrifuð á strætóstoppistöð við MH:
Ég gaf Danna (danska) síðustu sígaretturnar mínar. Tilfinningin var æðisleg. Bæði af því að það var dásamlegt að vera laus við þennan pakka sem var búinn að freista mín í gær (samt, alveg góð pæling að hafa einhverja freisting; líður manni betur þegar maður stenst freistinguna) og af því að Danni er klárlega mjög heitur maður.
Kannski er það mjög kjánalegt en mér líður alveg þónokkuð mikið betur eftir aðeins einn og hálfan reyklausan dag. Algjört frelsi, eitthvað.
Ég á samt alltaf eftir að sakna þess smá að setjast fyrir utan með rettu í hönd og pæla í lífinu og tilgangi þess.
En það er enginn að banna mér að gera nákvæmlega hið sama með mjólkurglas (eða annað heilsusamlegt lostæti) í hönd.
Betra er brauð í hönd annarra?
þriðjudagur, 29. ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta er þó ekki Danni Dóp?
mikið er ég stolt af þér! það er svo gott að vera laus við þennan klafa sem segir manni að brölta út í hvaða veðri sem er til að draga ofaní sig súran fnyk...
Skrifa ummæli