þriðjudagur, 16. maí 2006

Borg syndanna?

Ok. Ég sá Sin City í gærkvöldi, í fyrsta skipti.

Tja, hún var eiginlega ekkert sérstaklega góð. Miðað við það hvað sagan var einstaklega þunn, þá fannst mér spennan aldrei ná neinum hápunkti. Sagan af Marv var klárlega sú besta, enda hann með þeim fáu sem fengu einhverjar almennilegar línur, en sú saga er heldur ekki laus við galla.

Þegar myndin var loksins búin þá reyndi ég virkilega að segja sjálfum mér að þetta var ágæt mynd. En mér fannst hún eiginlega bara frekar leiðinleg.

Engin ummæli: