Já, kæru vinir og vandamenn. Nú leggur hið stóra J af stað í ferð sem mun án efa toppa ferðina til Spánar og ferðina til Blönduósar.
Jesús, hvað ég hef ekki gert neitt annað en að vera á Íslandi síðustu tuttugu ár.
En það vill svo heppilega til að ég er að fara til Norður-Ítalíu eftir tvo tíma. Skíði verða misnotuð, reikna með að falla á rass alloft og ekki væri það alveg galið að fá sér smá kakó upp í fjöllunum. Réttara sagt verð ég kominn til Norður-Ítalíu eftir 26 tíma, þar sem rútuferðin tekur heilan sólarhring. En það verður bara gaman.
Við sjáumst eftir átta daga.
föstudagur, 24. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli