mánudagur, 9. janúar 2006

Resident Evil

Jesús.

Ég byrjaði að spila þennan í jólafríinu, vongóður um að ná að klára hann. En nei, nei. Hann er klárlega einhverjir sjöhundruð tímar á lengd. Var alveg að verða búinn að opna allar læstar dyr í þessum líka risastóra herragarð, og ég hugsa: "Guði sér lof, þetta er bráðum búið. Núna kemur örugglega einhver svona geðsjúkur endakall og ég á eftir að deyja milljón sinnum áður en mér tekst að vinna leikinn." En nei. Þá opna ég næstu hurð og hún liggur yfir í einhvern risastórann bakgarð. Og sá bakgarður liggur yfir í annað hús. Og undir þessu húsi er einhver risastór rannsóknarstofa. Er þetta eitthvað djók?

Já, um er að tala endurgerðina á fyrsta leiknum í seríunni, á GameCube. Frekar hress leikur, dálítið mikið erfiður á köflum. Lúkkar mjög vel. Og fjandinn hafi það ef mig vantar ekki skotfæri í hvert einasta skipti sem ég hitti einhverjar nýjar ógeðistýpur. Svona gaura, í lillabláum jakkafötum. Ullabjakk.

Engin ummæli: