Þegar Sofia kom aftur til Danmerkur eftir jólafrí heima í Noregi hafði útleigjandi hennar skipt um lás og neitaði að hleypa henni inn fyrr en hún skrifaði undir pappír þar sem stóð að hún hefði verið að afrita lykla.
Þetta var lygi, og því ekki inn í myndinni að fara að skrifa undir, og þess vegna, og hérna kemur Jón inn í söguna, sitjum við tvö fyrir utan íbúðina hennar með tvær töskur og einn kassa og nöldrum við þessa helvítis kellingu í hálftíma.
Sem endar svo með því að hún býr núna hjá mér þangað til að Ragnhild, sem er sú eina sem útleigjandinn getur talað við af stelpunum þrem sem búa þar, kemur heim. Sem er ekki fyrr en þann tólfta. Þá verður líklegast farið út í að kalla til lögregluna, þar sem að hún getur ekki neitað þeim aðgang að íbúð sem þau hafa í fyrsta lagi allt dótið sitt í (þar á meðal leigusamninginn..) og í öðru lagi hafa borgað leigu fyrir.
Þegar skólanum lauk fyrir jól stóð ég upp í lokahátíðinni og söng lag, sem ég hafði samið meðan við borðuðum, um útleigjandann þeirra stelpnanna. Lagið söng ég í von um að vandræði þeirra með leigu á þessari íbúð væri endanlega lokið.
Svo virðist ekki vera.
sunnudagur, 8. janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli