laugardagur, 26. nóvember 2005

What's golden?

Endaði á merkilegum skemmtistað í gær, þar sem mér var meinað að hafa húfu á höfðinu. Samkvæmt öryggisverðinum í anddyrinu var ekki hægt að greina andlit gesta á öryggismyndavélum ef þeir væru með hatt. Einn vörður stóð á dansgólfinu bara til þess að kippa í fólk sem setti upp húfu, og stoppaði mig tvisvar með hattinn minn uppi. Þegar ég var svo loksins kominn niður í sófa, rétt fyrir utan anddyrið, þar sem ekki voru neinar öryggismyndavélar, gerði ég ráð fyrir að það væri í lagi að bera höfuðfat enn á ný. Það var rangt.

"Hvis jeg ser dig gør det her igen, smider jeg dig ud!" öskrar öryggisvörðurinn á mig.

Ég held ég fari ekki oftar á þennan fasista-stað.

Plöturnar:
Paul McCartney - Chaos and Creation in the Backyard
Rufus Wainwright - Want One

Engin ummæli: