sunnudagur, 27. nóvember 2005

Harry Potter og Flammernes Pokal

Já, dömur mínar og herrar. Stóri Jón. Hið stóra JKO. Danavinur mikill, skellti sér beinustu leið á nýjustu Harry Potter myndina, eða Hörður Steypujárn eins og ég kýs að kalla hann.

Ég hafði miklar væntingar, eftir síðustu mynd, og var því alveg viðbúinn þeim atburði að ég yrði fyrir vonbrigðum. En það varð ekkert úr því. Ég er hæstaánægður með myndina. Ég grét, ég öskraði og hló. Sumir leikarar stóðu sig alveg stórkostlega, sumir ágætlega. Ákveðnir stóðu sig hörmulega.

En ekkert hafði undirbúið mig fyrir stærstu þraut lífs míns. Að halda í mér í tvo og hálfan tíma. Snillingurinn, ég, drekk tvo 'mellem soda' áður en myndin er byrjuð og held að ég geti skroppið á klósettið í hléinu. En nei. Svo virðist sem Ísland sé eina landið sem er nógu vitlaust til að halda hlé á bíómyndum. Svo toppa ég allt með því að gleyma að vinda mér yfir á snyrtinguna eftir myndina, og er kominn upp í strætó á leið heim þegar ég loksins fatta hvað þvagblaðran mín er að segja.

Hálftíma síðar stend ég út í runna, eins og villimaður, að vökva tré.

Besta við myndina: Ralph Fiennes

Versta við myndina: Emma Watson ("Everything's going to change now, isn't it?")

Engin ummæli: