Hér er stutta útgáfan af hvað mér fannst um myndina: Það er langt síðan ég hef velt mér svona lengi upp úr lélegri kvikmynd.
Svo er hér öllu lengri útgáfa af mínum skoðunum. Ef þið hafið yfirhöfuð einhvern áhuga á að sjá myndina, þá mæli ég ekki með að lesa restina af þessari færslu. Og ef þið nennið ekki að lesa röflið mitt, þá mæli ég heldur ekki með því að lesa restina af þessari færslu.
Einhverjum tímum eftir að hafa séð myndina voru ég og Jakob ennþá að ræða hvað hefði mátt vera talsvert betra í nýjastu skrípamynd David Cronenberg. Þetta var engan veginn óáhugaverð mynd. Það mætti segja að það er nákvæmlega þessvegna sem ég vill meina að þetta er ein sú lélegasta sem ég hef séð í langan tíma. Því í hvert skipti sem hún vekur áhuga minn, skýtur hún því niður í klóakið með leiðinlegum ofbeldissenum. Fyrir hvert einasta vel leikið atriði eru minnst þrjú bara hreint kjánaleg og vandræðaleg atriði. Eftir helming myndarinnar kemur loksins vendipunktur aðalpersónunnar, þegar allt virðist ætla að fara til helvítis í fyrirmyndafjölskyldunni hans, sökum notkun ofbeldis. En í staðinn fyrir að byggja meira á þessum áhugaverða vendipunkti, hverfur hetjan okkar burt til þess að slátra enn fleiri glæpamönnum til þess að prenta það enn frekar í hausinn á okkur að þessi maður hefur það í sér að vera ofbeldisfullur, jafnvel þó við værum löngu búinn að fatta það þegar hann slær konuna sína og þau stunda ofbeldifullt kynlíf á miðjum tröppunum. Við vitum það nú þegar að þessi maður, sem fyrr virkaði sem hinn fullkomni eiginmaður, er fullfær um að myrða fólk. Það var því óþarfi að sýna okkur tuttugu mínutna langa, ofbeldisfulla og á köflum hreint kómíska slátrunarsenu og enda síðan myndina á einhverju smá titt með fjölskyldunni.
Ég gæti vel talað endalaust um þessa mynd og hvað er svo fáranlega að henni. En um leið get ég ekki sagt að ég mæli ekki með því að sjá hana. Hún er áhugaverð. Annars væri ég ekki að tala um hana. Hún er bara hundléleg, nákvæmlega af því að hún hefði getað verið svo góð.
Og ég á aldrei eftir að skilja afhveru hún fær þessa gífurlega góða dóma og vann einhver verðlaun í Cannes.
miðvikudagur, 23. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli