þriðjudagur, 8. nóvember 2005

Hávaði..

Maður fattar aldrei hvað maður er með iPodinn sinn hátt stilltann fyrr en maður sér á vörum stelpunnar á móti sér í lestinni að hún er að raula með laginu sem þú ert að hlusta á.

Fyrsta sem ég hugsaði var: "Ó guð, allir heyra hvað þú ert að hlusta á. Halló! Invasion of privacy! Hvað ef næsta lag er 'I See You Baby, Shakin' That Ass'? Þá halda allir að þú sért einhver pervert."

Síðan, öllu seinna, hugsaði ég: "Er mér ekki alveg skítsama þó aðrir heyri hvað ég er að hlusta á?"

Núna hugsa ég: "Ég hefði átt að ráðast á stelpuna og krefjast þess að hún skili hugsunum mínum. Það hefði fengið hana til að hætta að syngja."

Engin ummæli: