Myndin I Heart Huckabees fannst mér alveg mögnuð. Einstaklega skemmtilega leikin, þá sérstaklega af hinum unga aðalleikara, sem ég þekkti alls ekki. Jason Schwartzman heitir hann víst, og lék aðalhlutverkið í Rushmore. En það sem kemur mér svo mest á óvart var að leikstjóri myndarinnar var sá sami bakvið Three Kings, með Ice Cube og George Clooney í aðalhlutverki. Frekar ólíkar myndir hér á ferð, að mínu mati. En myndin var sneisafull af heimspeki paródíu sem var allt voða gaman. Mæli eindregið með henni.
Ég hef nýlega verið að hlusta dálítið á íslenska tónlist, og þá sérstaklega indie tónlist (þar sem hún er fáanleg ókeypis á hinu kæra alheimsneti.) Í sérstöku uppáhaldi eru Glymskrattarnir og Nortón. Get hlustað endalaust á lögin þeirra. Kannski er það bara af því að ég nýt þess að heyra fögru trommuslætti Magnúsar Trygva í Glymskröttunum og blíðu, en kynþokkafullu, rödd Atla Bolla í Nortón.
Í gær horfði ég á fyrsta þáttinn í annarri seríu Lost. Óprúttnar manneskjur (Margrét) eru líklegast löngu búnar að hlaða fyrstu þremur, eða fjórum, þáttum seríunnar inná tölvuna sína, bara til að vera fyrstu áhorfendur meðal sinnar þjóðar. En þátturinn var óendanlega spennandi, eins og er venjan, og er næsti þáttur sýndur í kvöld. Vil ekkert vera að eyðileggja neitt fyrir ykkur kæru lesendur.
Svo ætla ég núna að skella mér niður í skólann að hlusta á fagurt píanóspil Carson Dahl (ef ég man rétt) og, beint eftir, heim til Norðmanna að horfa á Lost.
Kvót:
"Have you ever travelled through time and space?"
"No. Yes. Eh, only time. No, I don't know what you're talking about."
miðvikudagur, 19. október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli