laugardagur, 15. október 2005

Kulturnat

Jæja, núna er fólk vonandi byrjað að venjast útlitinu. Sumum verður óglatt, sumir segja "Æði." En burtséð frá skoðunum, þá verður útlitið vonandi ekki til þess að þið lesið ekki efnið á síðunni.

En í gær var menningarnótt, og í tilefni þess var mikið að gera upp í Borups. Það sem ég gerði var meðal annars að stilla upp nokkrum ljósmyndum, spila teiknimyndina mína og syngja þrjú lög með raddæfingarhópnum. Það var allt rosalega gaman, en svo fannst mér eiginlega skemmtilegast þegar ég og Steffen Norðmaður vorum upp í stúdíói með útvarpsþáttinn okkar á Borups Lokaradio.

Við sendum bara út í garðinn, og út á götuna fyrir utan skólann, en við skemmtum okkur konunglega. Héldum danska tungumálakeppni, þar sem við vorum báðir allverulega slappir í dönskum framburði. Luis hripaði niður nokkar erfiðar danskar setningar á borð við "Du fatter ikke en bjælde" og "Rød grød med fløde" og endaði keppnin í 3 - 2 Íslandi í hag.

Þegar því var lokið skellti ég mér niður í tyrkneska herbergið og reykti vatnspípu þangað til tími var kominn á að taka til. Eftir það var allt öl sem eftir var drukkið og svo fóru flestallir viðurstyggilega þreyttir, og fullir, heim á leið kl. 5.

Vel heppnað kvöld, myndi ég segja. Okkar kæri ljósmyndakennari, Michael Jensen, sagði að þetta hefði verið besta kulturnat hingað til í Borups.

Engin ummæli: