Píanistinn í gær rokkaði mig úr mínum marglitu sokkum. Lögin, samin on-the-spot, voru glimrandi.
Seinni þáttur Lost voru örlítið vonbrigði, þar sem að í staðinn fyrir að svara öllum hinum trilljón spurningum sem ég hafði eftir fyrsta þáttinn, þá spóla þeir bara til baka og sýna allt frá öðru sjónarhorni. Fyrirgefið mér ef ég er að eyðileggja eitthvað fyrir ykkur, en þið verðið þá ekki fyrir neinum vonbrigðum, eins og ég.
Í gær svaf ég í þríhyrndu rúmi með Idu og Luis á húsbátnum. Johanna, sem vissi ekki að við hefðum fengið að gista á húsbátnum, brá heldur betur morguninn eftir þegar Luis og Ida stóðu í eldhúsinu, með hamrandi timburmenn, og ég kom fljúgandi út af baðherberginu niður á gólfið (ennþá fullur.)
Annars er ég ennþá alveg glimrende positiv, og hef núna tekið þá ákvörðun að vera áfram í skólanum eftir áramót. Þá verður unnið að ennþá stærri verkefnum, minni áhersla lögð á kennslu. Það sem aðallega er kennt er hvernig á að skipuleggja svona stór verkefni, sem verður gott að hafa í reynslubankanum.
Jón út.
fimmtudagur, 20. október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli