fimmtudagur, 22. september 2005

KLUKK

Þakka þér innilega fyrir að klukka mig, Katrín. Þar sem ég hef verið klukkaður þarf ég að segja frá sjálfum mér í fimm staðreyndum.
  1. Ég bý í Danmörku. Nánar tiltekið Kaupmannahöfn. Eða öllu heldur Emdrupvej 113, København NV. Ástæðan fyrir því að ég er hér er sú að foreldrar mínir tóku sér orlof og verða í skóla hér í heilt ár. Danmörk hefur meðal annars upp á að bjóða ódýrt öl.
  2. Ég er í skóla. Réttara sagt Borups Højskole. Borups er ekki heimavistarskóli. Ég er þar, að mestu leyti, til að læra listir á borð við leiklist, myndlist og söng. En mestum tímanum mínum er varið í að kynnast fólkinu í skólanum. Uppáhaldskennarinn minn er án efa Lone, sem kennir Stæmmetræning.
  3. Ég hrjáist af exemi. Það hefur fylgt mér frá barnæsku, og það hefur flutt sig frá því að vera á mismunandi stöðum á kroppi mínum (nei, ekki þar..) til að vera nær eingöngu í andliti mínu. Exemið versnaði allverulega þegar hálskirtlar mínir sýktust. Þeir voru fjarlægðir, og var vonast til að exemið færi með. Það gerði það því miður ekki. Á þessum tímapunkti í lífinu reyni ég að hunsa exemið, en það er u.þ.b. það eina sem kemur í veg fyrir að ég sé stanslaust glaður.
  4. Ég er atvinnulaus. Ég hef planlagt að sækja um vinnu þegar skólanum lýkur, um jólin. Leikskólavinna kemur sterklega til greina.
  5. Ég er á mörkum þess að verða alkóhólisti. Eins og mér finnst gaman að grínast með þetta, þá er ég kominn hættulega nálægt því. Ég drekk, nánast undantekningarlaust, annan hvern dag.
En þessu er ekki lokið enn. Ó, nei. Bíðið bara, kæru lesendur, því nú er komið að mest spennandi hluta þessa gífurlega sniðuga leiks. Hver verður klukkaður næst?

Benedikt Gröndal (spefugl.blogspot.com)
Olga M.C. (olgamc.blogspot.com)
Regína (regidolls.blogspot.com)
Egill Halldórsson (eddaogegill.blogspot.com)
Þorleifur Örn (torleifur.blogspot.com)

Þessar fimm manneskjur hafa verið klukkaðar. Drullist núna til að skrifa fimm staðreyndir um ykkur sjálf.
Fyrirgefiði mér..

Engin ummæli: