fimmtudagur, 22. september 2005

The Kings and Queens of Cocktails

ATHUGIÐ!
Löng og óáhugaverð upptalning framundan. Í stórum dráttum gisti ég sáralítið heima, fór í geðsjúkan kanótúr og drakk mikið. Hana, nú er ég búinn að eyðileggja fyrir ykkur söguþráðinn. Ný mynd í tækið!

Mánudagur,
19. September
14:30

Ég stíg upp í kanó, hræddur um líf mitt næstu tvo, þrjá tímana. Ölkassinn, sem hafði verið, heldur óviturlega, settur í minn bát, heldur hræðslunni í skefjum.
14:39
Jakob, háttvirtur stýrimaður bátsins, klessir á tré. Gallar þess að vera fremstur á bátnum líta dagsins ljós.
17:10
Christopher tekur við stjórn bátsins, þegar ég fer að efast um stýrihæfileika Jakobs eftir fjórða áreksturinn við nærliggjandi tré.
18:30
Ofboðslega sáttur með vel heppnaðan kanó túr ákveð ég að drekka mig fullan, klifra upp í tré og dett niður.

Þriðjudagur, 20. September
7:45
Ég vakna, ill-þunnur heima hjá Sofia, Ragnhild og Karianne þegar stúlkurnar eru á leið í skólann.
7:58
Ég stíg upp úr rúminu og mér verður strax ljóst að tréklifur var ekki sniðug hugmynd.
15:30
Orðin Jon, er, du og træt? eru innprentuð í heilann minn, og ég held heim á leið.

Miðvikudagur, 21. September
15:35
Lisa spyr hvort ég vilji kome með út með henni, Míu og Karoline að fá okkur hanastél. Án þess að hugsa út í afleiðingarnar, svara ég játandi.
0:03
Tveimur hanastélum, sjö Fisherman's Friend staupum, fjórum bjórum (þar af einum stútað á mettíma, 13 sek.) seinna er ég fyrir utan Flush í hörkuslagsmálum við plaggat.
0:48
Við endum heima hjá Lisu og Karoline að drekka fleiri hanastél.

Dagurinn í Dag, 22. September
6:32
Ég stend upp og laga kaffi handa stelpunum.
7:15
Lisa krýnir mig kóng herramannanna fyrir að hafa lagað kaffi og haft morgunmatinn til fyrir þær
7:16
Kaffið er fáranlega sterkt, og kórónan er tekinn af mér með valdi. Ég drekk allt kaffið sjálfur.
8:35
Sterka kaffið færir mér aukastyrk, eftir allverulega þunnan morgun, og ofvirkni hefst.
9:45
Ég ákveð að það mikilvægasta fyrir mig er að koma höndum mínum yfir þetta, en ákveð að bíða aðeins með það eftir að ég reikna út að gærdagurinn kostaði mig 444 danskar krónur, sem samsvarar ca. 4600 í íslenskum krónum.

Ok, vá. Fyrsta og síðasta skipti sem ég skrifa nokkuð svipað þessu. Tók mig miklu lengri tíma en þetta ætti að taka, þannig að ég nenni ekki að breyta þessu til að gera þetta áhugavert.

Tilvitnun vikunnar -
Þjónn(með svölum breskum hreim): "You guys are the kings and queens of cocktails!"

Engin ummæli: