Fín afþreying. Áhugavert efni, en svolítið kjánalega framkvæmt. Skrítið tónlistarval. Spes, og stundum óþolandi, leikarar (gæti bældi unglingurinn verið asnalegri?) Svo er stundum troðið inn mjög asnalegum hliðarsögum, sem enda á því að vera alltof stórar, eins og yfirborðslegur ástarþríhyrningur milli bræðra og kærustu eins þeirra.
Týpískt samtal í The 4400:
Óþolandi Hress Stelpa á Gelgjunni: "Æj, áh! Ég brenndi mig á bílvélinni! Ó mig auman!"
Bældur Unglingsstrákur með Yfirnáttúrulega Krafta: "Leyfðu mér að sjá!"
*tekur í hönd hennar, sárið grær*
ÓHSG: "Vó! Það er horfið."
BUYK: "Þetta hefur bara verið smá sár."
ÓHSH: "Nei! Það var þetta sko ekki! En gleymum sárinu, og þeirri staðreynd að þú ert með einhvern yfirnáttúrulegan lækningarmátt, og förum að kyssast, því við stöndum svo þétt saman og mér finnst æsandi að vera hrifin af bróðir kærasta míns!"
En burtséð frá því, þá eru þetta fínir þættir.
miðvikudagur, 7. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli