laugardagur, 18. júní 2005

Jesús Kristur

Katrín bauð okkur öllum á Superstar, í Loftkastalanum. Ég hugsaði með mér, "Æj, en sætt af Katrínu. Rosalega er hún góð, prúð, fín, sæt og skemmtileg!" En um leið og sýningin byrjaði, áttaði ég mig hægt og rólega hvað var nákvæmlega í gangi hér. Þetta líktist mun frekar einhverskonar hefnd fyrir að bjóða henni ekki í afmælið mitt, heldur en vinalegu boði. Guð minn almáttugur, þetta var svo hrikalegur söngleikur.

Fólkið labbaði stjórnlaust um, eins og það hefði ekki grænan grun um hvert það átti að fara næst, fæstir kunnu að syngja, kórinn var falskur, sum lögin hljómuðu eins og stef úr Stundinni Okkar og framvindan var að mestu leyti óskiljanleg. Maður vissi einungis hvað var í gangi, vegna þess að ég lærði þessa sögu þegar ég fermdist.

Ég var þreyttur og aðeins þunnur, og söngleikurinn var ekki að bæta úr skák, svo ég fór út í hléinu.

Engin ummæli: