mánudagur, 13. júní 2005

Hver?

Ég er hef sest niður fyrir framan tölvuna u.þ.b. þrisvar sinnum síðstliðnar tvær vikur, og hugsað "Jæja, nú er kominn tími á að skrifa eina færslu." Svo hætti ég alltaf við þar sem ég tel mig þurfa að skrifa svo langa færslu eftir þennan gríðartíma.

En núna er ég sestur niður að skrifa og ætla bara að stefna á eina stutta.
  • Hvert fóru daglegu skissurnar? Þær eru horfnar í bili, því miður. Vonandi ekki lengi.
  • Hvað er ég búinn að vera að gera? Í raun ekkert nógu mikilvægt til þess að geta ekki bloggað. Ég er bara svolítið latur, og með tímanum finnst mér bara ekki hægt að byrja aftur. Endalaus vítahringur, eiginlega.
  • En svona, í alvöru? Götuleikhúsið hefur tekið mestan tímann. Restin fór í að slæpast. Er ennþá að teikna myndasögur, og núna nýlega komu myndasögurnar mínar í fyrsta skipti út á prentformi (Beneventum er komið út, þeir sem vissu það ekki.)
  • Horfðirðu á síðasta Lost þátt? Guð minn góður, já. Ég horfði á hann, og horfði svo á síðustu fjóra þætti í endursýningu og varð bara enn spenntari.
  • Hvað er Nintendo Revolution? Leikjatölva, væntanleg á næsta ári, sem, ásamt sínum eigin leikjum, gerir fólki kleift að sækja af netinu og spila alla gömlu Nintendo leikina. Það er ennþá ekki búið að uppljóstra öllu um tölvuna, en fleiri upplýsingar eru væntanlegar seinna á þessu ári. Því sem haldið hefur verið mest leyndu er hvernig fjarstýringin virkar, en hún á víst að vera einhver ómæld snilld í notkun. Hver veit?
  • Er Yoshi Touch & Go! eins geðveikur og hann var áður? Ekki alveg, en það er ennþá gaman að skella sér í hann af og til.
  • Er Götuleikhúsið eins geðsjúkt og þú bjóst við? Já, veistu. Þetta hefur hingað til verið alveg fáranlega gaman og ég er ekki ennþá búinn að fara til London. Geðveikt skemmtilegur hópur, alltaf eitthvað nýtt að gera á hverjum degi og góð líkamsæfing.
Sko, þetta var ekkert svo erfitt.

Engin ummæli: