fimmtudagur, 26. maí 2005

Újé

Mynd dagsins er bara gróf skissa af einum ramma úr næstu myndasögunni sem ég hyggst teikna, en það er ekkert öruggt. Ég hef nýlega tekið upp á því að skrifa niður allar hugmyndir að myndasögum niður um leið og mér dettur þær í hug, í þar til gerða minnisbók sem ég get hæglega komið fyrir í rassvasann minn. En ég fór á Hallormsstað núna um helgina, til að fagna próflokum. Þar sem ég gæti ekki mögulega lýst því hversu skemmtileg þessi ferð austur á land var, mun ég bara velja nokkur stikkorð og þið ráðið algjörlega hvernig ferðin er í ykkar eigin haus.

Afmæli; Kósí íbúð; Onni; Sveitaball; Góðir vinir; Nýir kunningjar; Rauðvínsdrykkja; Atómstöðin; Mikill dans; Náttúra; Kuldi; Sund; Löng bílferð.

Að sjálfsögðu súmmar þetta ekkert upp alla ferðina, en þetta er svona u.þ.b. ferðin í meginatriðum.

Mér gekk furðuvel í prófunum. Féll einungis í Líffræðinni, og það kom vonandi engum á óvart, en náði Jarðfræði án eininga og Eðlisfræðinni með 7. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ég svo stúdent í öllum Tungumálum, en ég á það enn til að setja Stóra stafi á undarlega staði þegar ég skrifa. Tíur í Leiklist og Líkamsrækt, níu í skólasókn. Sjö í Stærðfræði 503, og er ég þar með útskrifaður úr þeirra snilldargrein (það er auðvelt að segja að eitthvað sé snilld þegar þú þarft ekki að koma nálægt því aftur það sem eftir er af ævinni þinni.)

Svo er skemmtilegur nýr kafli að hefjast í mínu lífi. 1. Júní byrja ég í Götuleikhúsinu, sumarvinnunni minni. Ég er nokkuð viss um að hvað sem ég er að fara að gera þarna mun aldrei standast væntingar mínar gagnvart vinnunni. En ég veit að sama hvað við erum að fara að gera þarna, að þá mun leggja allt mitt í það og geta sagt í lokin “Ég var í Götuleikhúsinu” og vonandi sega aðrir þá “Já, ok. Töff. Var það ekki geðveikt?” Þá svara ég auðvitað, “Ha? Jú, klárlega. Þetta var krefjandi og þroskandi, en það er nú bara æðislegt.” Vonandi verður þá líka spurt “En heyrðu, hvernig var það svo, fórstu ekki til London? Var það ekki geðsjúkt skemmtilegt?” Þá verð ég vonandi kominn með svar, en eftir nákvæmlega mánuð er ég á leiðinni þangað í eitthvað æsispennandi verkefni.

Eitt verður þó seint sagt, og það er “Jón, þú átt þér enga drauma.”

Kvótið: "All he knew was that you couldn't hope to try for the big stuff, like world peace and happiness, but you might just about be able to achieve some tiny deed that'd make the world, in a small way, a better place." --Terry Pratchett, The Fifth Elephant

Hlekkurinn:
Klárlega besta síða allra tíma hér á ferð

Engin ummæli: