
Nei, ekki leikritið, kjáni. Smellið á þessa smámynd til að fá eina stóra mynd af mér og nýju klippingunni. Þetta lítur betur út í persónu, að mínu mati.
Toni & Guy er algjör snilldarstaður. Rosalega persónulega þjónusta, hárþvottur og hausnudd. Villi, sem klippti mig, var ótrúlega skemmtilegur og hélt uppi líflegum samræðum allan tímann. Svo sagði hann mér frá hinum ýmsu leiðum til að fikta með hárið án þess að nota einhver efni, og fræddi mig auk þess um hárið mitt á meðan hann dundaði sér hægt og rólega með það. Og allt þetta á tæpar þrjú þúsund krónur.
Eftir klippinguna kíkti ég við í ljósmyndatöku á Hlemmi, og nældi í fjögur stykki passamyndir. Ein þeirra hefur tekið stefnuna á nýja vegabréfið mitt.
Svo er ég líka stoltur af mér fyrir að hafa tekið af skarið og skroppið niður í Eskimó Módel. Ég skráði mig á
Casting lista, þannig að það verður vonandi hóað í mig sem fyrst, og ég bara rétt vona að þetta verði ekki á nákvæmlega sama tíma og Götuleikhúsið.

Ég gleymdi alveg að tala um hina stórgóðu og mögnuðu tónleika sem ég kíkti á síðastliðinn mánudag. Þetta voru tónleikar Túvneska
barkahljómsveitarinnar Huun Huur Tu. Barkatónlist er semsagt ævagamalt söngform, sem snýst um það að framkalla hljóð innst í iðrum magans, sem og barkanum og svo loks í munninum. Þetta hljóð kemur því út í þrem mismunandi tóntegundum í einu. Allsvakalega töff, og orð fá varla lýst hversu geðsjúkir þessir tónleikar voru. Ég hef alltaf talið það einstaka upplifun að mæta á tónleika hljómsveita á borð við Deep Purple, og aðrar klassískar hljómsveitir, en þessir tónleikar voru ofar öllum væntingum og voru hinir einu sönnu
"once in a lifetime", svo ég sletti enskunni hér, tónleikar. Þið sem misstuð af þeim, megið gráta.
Ég er farinn austur á land. Sjáumst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli