þriðjudagur, 21. júní 2005

Drottinn Blessi Svíana

Einu sinni var lítill Svíi sem sótti um skóla. Þessi litli kall, eða kona, frá Svíþjóð, hafði mikinn áhuga á listum, s.s. leiklist, myndlist og jafnvel kvikmyndum. Eftir umsóknina beið hann og beið, á meðan hann gæddi sér á einhverju alsænsku sælgæti. Svo loksins kom tilkynning um að hann hefði komist inn í blessaðan skólann. "Hurra, nu er det brå!" hrópaði hann. En litli, sæti svíinn okkar sótti um hjá öðrum skólum líka. Öllu síðar flæddu bréf inn í litlu, sænsku íbúðina hans sem öll hrópuðu til hans "Velkominn í okkar kæra skóla, litli kall/kona!"

Nú var málið svart, en um leið mjög hvítt, fyrir þann sænska, því hann vissi ekkert hvaða skóla hann átti að velja sér. Fyrsti skólinn sem hann sótti um, og fékk svar frá, hafði áður verið í miklu uppáhaldi hjá honum. En núna hafði hann fengið inngöngu í skóla sem hann hafði áður ekki trúað að hann kæmist inn í. Skólar á borð við hinn virta Snakkfræðiskóla Túrkmenistans, en sá litli hafði alltaf haft brennandi áhuga á snakki, og listarinnar við að framleiða hið fullkomna snarl.

"Min kære mor," sagði hann. "Jeg ville gå I mange skoler, og det er bra, men jeg kan ikke vælgje."

"Hvorfor lyder du ikkje bare på det mejet morsom musikanter i Trabant, min lille snudkasse?!" svaraði þá móðir hans, snögglega. "De skal ha' svarjet, hvor skole du går i."

Hann fór að ráðum mömmu sinnar, og hlustaði á nýja diskinn með Trabant, Emotional. Diskurinn kom honum skemmtilega á óvart, en ekkert virist hugur hans vera að hreinsast. Fyrr en í spilun kom lagið The One. Ljúfir tónar og þýðingarmikill texti lagsins gerði hugsun hans skýrari en nokkru sinni fyrr. "Nå, så er det brå," tjáði hann sig er hann komst að því að hann vildi aldrei verða listamaður, eins og foreldrar hans, heldur vildi hann heitast af öllu verða snarlgerðarmaður eins og langalangafi hans. Því ákvað hann að senda til baka í Snakkfræðiskóla Túrkmenistar.

Þegar hér er komið við sögu, er litli svíinn okkar að gera sig tilbúinn í ferð til Túrkeminstar, í skólann mikla, þegar alltíeinu er hringt í hann. Þetta er fyrsti skólinn sem hann sótti um, Borup í Kaupmannahöfn. "Hej, er det den lille svie?" spyr röddin í símanum. Svíinn játar það. Konan í símanum spyr hann síðan hvort hann hafi ætlað að borga gjöldin, eða hvort hann sé á leið einhvert annað. "Jeg går i anden skole.." segir hann.

Þá segir röddin í símanum "Ja, ok. Da skal jeg ringe med det samme i den Islænding, som har været på vænteliste i det hele sommer, og fortælle ham at han kunne gå i vores skole."

P.S - Þessi saga er að mestu uppspuni. Svíinn er til, en óvíst er hvort hann ætlar í Snakkfræðiskólann.

P.P.S. - Fyrir þá sem ekki skilja dönsku, þá hljóðar síðasta línan svona á íslensku: "Já, allt í lagi. Þá mun ég hringja hið snarasta í Íslendingin góðkunna, sem hefur verið á biðlista í allt sumar, og tjá honum að honum sé velkomið að njóta námsins í okkar skóla til hins ýtrasta."

P.P.P.S. - Já, góðkunni Íslendingurinn er ég.

Engin ummæli: