fimmtudagur, 12. maí 2005

Sjónvarpið er að endursýna Lost

Mér finnst óþolandi þegar einhver segir mér að ég sé metnaðarlaus. Er nám það eina sem skiptir máli í lífinu? Þarf ég að hafa lagt metnað í námið til að vera talinn góður gaur? Hvað með allt hitt sem ég legg metnað í, skiptir það engu máli? Er ég bara misheppnaður af því að ég er búinn að klúðra tveimur áföngum á þessarri önn.

Ég legg minn metnað í hluti sem ég hef áhuga á, og finnst vert þess að leggja metnað í.

Flott, Jón. Vertu aðeins meira emó.

Engin ummæli: