
Hafsteinn kom mér samt alveg í opna skjöldu seinna um kvöldið þegar ég heyrði alltíeinu kallað frá baðherberginu "é'r búinn." Ég hafði alveg gleymt þessu skemmtilega herópi, sem ég notaði sjálfur óspart á sama aldri, en dembdi mér bara beint í verkið, og tókst bara vel upp.
Á meðan á þessu öllu stóð horfði ég á smá uppistand með Robin Williams, Poltergeist 3 og Desperate Housewives. Það síðastnefnda kom mér skemmtilega á óvart, þó þetta sé alveg töluvert mikil eftirherma af Sex & The City, bara með giftum konum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli