föstudagur, 13. maí 2005

Jón passar

Ég fór og passaði frændur mína tvo, Hafstein og Heiðmar, og er meðfylgjandi eitt stykki mynd af þeim hér til hliðar. Þetta var bara ósköp rólegt og þægilegt. Heiðmar sofnaði mjög fljótt og Hafsteinn tók ekki upp á því að fela sig hjá nágrannanum, eins og síðast.

Hafsteinn kom mér samt alveg í opna skjöldu seinna um kvöldið þegar ég heyrði alltíeinu kallað frá baðherberginu "é'r búinn." Ég hafði alveg gleymt þessu skemmtilega herópi, sem ég notaði sjálfur óspart á sama aldri, en dembdi mér bara beint í verkið, og tókst bara vel upp.

Á meðan á þessu öllu stóð horfði ég á smá uppistand með Robin Williams, Poltergeist 3 og Desperate Housewives. Það síðastnefnda kom mér skemmtilega á óvart, þó þetta sé alveg töluvert mikil eftirherma af Sex & The City, bara með giftum konum.

Engin ummæli: