sunnudagur, 1. maí 2005

Planið gengur

Ég gerði sjálfum mér eitt stykki plan, til að halda utan um lærdóminn næstu vikuna. Venjulega myndi þetta plan valda engu nema vonbrigðum mínum, sorg og pínu.

En það ótrúlega gerðist, og eftir tvo daga af þessu plani hef ég ennþá ekki brugðist. Og áður en einhver grínari segir "Hvernig hljóðaði planið? 'Laugardagur - Sofa, Sunnudagur - Horfa á sjónvarpið og þykjast vera að læra'?" þá getur það grín snarstöðvað eins og skot, því planið er stútfullt af upplífgandi, og lærdómsríku, efni.

Engin ummæli: