
Það munaði ósköp litlu að ég, Sif og Olga lentum í bílslysi í dag. Bremsurnar á græna
Renaultinum gáfu sig á versta stað Reykavíkur. Gatnamótum Miklabrautar og Kringlumýrarbrautar, á gulu ljósi. Ég áttaði mig eiginlega ekki hvað þetta var fáranlega tæpt, fyrr en ég var búinn að staðnæma bílinn á bílastæði Suðurvers, en núna þakka ég guði fyrir það að gula ljósið, og þvínæst rauða, kom ekki sekúndu fyrr. Þá hefði ég vel getað lent aftan á bílnum fyrir framan mig. Eða enn verra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli